Orðatiltæki og Fréttablaðið

Það hvarflar skyndilega að mér að íslensk orðatiltæki ættu að vera háð séríslenskum aðstæðum. Það er t.d. ekki mikið afrek að vinna myrkranna á milli á veturna, þegar ekkert sést til sólar. Þá ætti frekar að tala um að vinna dægranna á milli.

Fyrst aprílgabb Fréttablaðsins í gær var inni í blaðinu (Bobby Fischer býður íslendingum í fjöltefli) var það víst ekki gabb að hann eigi að greiða fjármagnstekjuskatt af bankainnistæðum sínum í Sviss til íslenska ríkisins. Nema Fréttablaðið sé öðrum blöðum betra og gantist tvisvar.

Talandi um Fréttablaðið, þá eiga þau tilvitnun dagsins:

SUNDURHLUTAÐ LÍK Í STOKKHÓLMI
Vegfarendur fundu líkamsparta í ruslapoka sem komið hafði verið fyrir undir brú í Stokkhólmi. Að sögn Aftonbladet vantaði nokkra líkamshluta í pokann til að hægt væri að bera kennsl á líkið. Sænska lögreglan rannsakar málið sem morð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *