Er Skúli Sjón, eða öfugt, eða hvorugt?

Ég er að lesa Sjón, eftir Skugga-Baldur (nei, bíddu …), og það er eins og Skúli hafi skrifað hana. Sannið bara til:

Þetta er merin Rósa. Hún bryður mélin ákaflega. Það eru hennar fætur sem hafa borið þau hingað. Þegar litið er til baka má sjá að fótspor hennar liggja frá prestssetrinu í Dalbotni, niður túnin, út með ánni, yfir mýrarnar, upp brekkurnar, að þeim stað sem hún stendur nú á og bíður þess að byrðinni verði létt af henni.
Já, nú klöngrast maðurinn af baki.

Þeir sem hafa lesið þau miklu bókmenntaverk Skúla Jóns Kristinssonar þurfa nú aldeilis að bjarga hökunni af kjöltunni. Þetta er stílbragðsstuldur aldarinnar! Eða eru þeir máske einn og sami maðurinn?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *