Satanismi á Íslandi

Ef allir veldu sér trúflokk eftir eigin breytni væru flestir íslendingar satanistar. Satanismi hefur raunar mætt talsverðum fordómum, líklegast nafnsins vegna, þótt trúarbrögðin feli að öðru leyti í sér enga dýrkun á Satan. Ef kristni boðar sósíalisma án stéttabaráttu má segja að satanismi sé frjálshyggja – gerðu það sem þér sýnist, án þess þó að skaða aðra. Þér ber t.d. engin siðferðisleg skylda til að hjálpa blóðuga manninum í ræsinu, en þú mátt það.

Ég geng raunar svo langt að segja að maður sem segist kristinn, en hegðar sér ekki í samræmi við það, sé ekki kristinn. Þess vegna tel ég að íslendingar séu upp til hópa satanistar, án þess að gera sér grein fyrir því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *