Setning 1: Fyrir átta árum, þegar ég hitti Siobhan í fyrsta skipti, sýndi hún mér þessa mynd.
Setning 2: Ég er fimmtán ára og þriggja mánaða og tveggja daga.
Setning 3: Hún [Siobhan] byrjaði ekki að vinna í skólanum fyrr en ég varð tólf ára.
Einfalt reikningsdæmi: 7 = 15 – 8 ≠ 12.
Fimm mögulegar lausnir:
1. Hann hlýtur að hafa verið sjö ára þegar hún byrjaði að vinna í skólanum, því lesandinn gerir ekki ráð fyrir því að hann hafi þekkt hana áður. Sögumaður gefur svo ítarlegar upplýsingar að hann hefði áreiðanlega minnst á það hafi hann þekkt hana áður en hún byrjaði að vinna í skólanum.
2. Hann laug því að hann er fimmtán ára. Í raun er hann tvítugur. Þetta er óhugsandi því hann getur ekki logið, eðli sínu samkvæmt.
3. Höfundurinn klúðraði. Það er dauðasynd.
4. Þýðandinn klúðraði. Einnig dauðasynd.
5. Í raun er þetta stærðfræðidæmi sem aðeins hinir snjöllustu rökfræðingar gætu leyst.