Spurningar dagsins

Ef gerð yrði bylting öreiga á Íslandi, ætli þeir myndu gera pásu á átökunum til að horfa á Ædolið? Myndi ríkissáttasemjari svo skerast í leikinn og gera við þá nýjan kjarasamning? Myndi svo Kastljósið fá til sín húsmæður úr vesturbænum að röfla um enn eitt djöfulsins verkfallið og óþolandi stéttir sem hugsa bara um peninga? Myndi þá öreigastéttin gera aðra pásu á átökunum til að fara heim og horfa á Kastljósið? Myndu Samfylkingaröreigar hætta við stéttabaráttu ef hún fengi ekki nógu mikið fylgi í skoðanakönnunum?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *