Þreyta

Þetta er einn af þessum dögum þar sem allt er þreytandi, og einhvern veginn er ég orðinn þreyttur á öllu sem ég venjulega tek mér fyrir hendur, þar með talið þessu bloggi.
Milli þess sem ég hef engst um af kvölum vegna höfuðverks og strengja í baki, hef ég fengið tíðar athugasemdir frá ættingjum og samstarfsfólki, um hversu flott ljóðið mitt í DV var. Einhver hafði meira að segja klippt tilvitnunina út og hengt upp á vegg í starfsmannaaðstöðu IKEA. Þar hefurðu það, Elli, að þú ert framtíð vorrar þjóðar atómskálda!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *