Allt og ekkert

Tarja Halonen vann finnsku forsetakosningarnar. Mér skilst hún hafi verið besti kosturinn. Í það minnsta betri en eini vinur Framsóknarflokksins á Norðurlöndunum, Matti Vanhanen.

Ég hef átt nokkuð erfitt með mig síðustu daga, næ ekki að hugsa eina einustu hugsun nema komast að niðurstöðu sem ég svo hafna skömmu síðar. Finnst eins og ekkert sem ég geri eða reyni að gera sé að stefna neitt. Veit ekki nema hálfpartinn hvað amar að mér, segi það ekki hér, eins freistandi og það nú annars er.

Get skilið báðar hliðar í Múhammadsmyndbirtingarmálinu stóra. Og mér er svosum alveg sama hver niðurstaðan verður. Hinsvegar finnst mér, óháð öllu öðru, að menn eigi að vera reiðubúnir að taka afleiðingunum takist þeim að móðga einhvern. Það er ofurmikil einföldun að ætla að fórna höndum og ásaka hinn um tjáningarfasisma ef þú móðgar hann. Menn gleyma því gjarnan að trú er enn grundvöllur ýmissa siðmenninga, hvaða augum sem menn vilja svo líta trúarbrögðin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *