Af uppruna Þjóðólfs Arnórssonar

„Ekki virðast til meiri andstæður en þetta virðulega hirðskáld og hinn ruddalegi Halli. En í sennu þeirra Halla kemur upp úr kafinu að Þjóðólfur er alinn upp í sárri fátækt á Íslandi: „Þjóðólfur hafði það verk er hann var heima að hann bar út ösku með öðru ungmenni og þótti til einskis annars fær og varð þó að hyggja að eigi væri eldur, svo að mein yrði að“. Og hann hefur einnig étið föðurbana sinn. Faðirinn var fátækur og barnmargur og hafði fengið kálf að ölmusu en kálfskömmin banað honum fyrir slysni. Halli segir Haraldi konungi Sigurðarsyni söguna af þessu og Þjóðólfur „hleypur … upp og vildi höggva til Halla“ og þykir greinilega smán að fátæktinni og hinum gróteska dauða föðurins“.

Ármann Jakobsson, Konungurinn og ég, í Þjóðerni í þúsund ár? bls. 52.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *