Hver er tilgangur fyrirsagna?

Þá er búið að sjá um skólagjöld næsta vetrar. Að sjálfsögðu var passað upp á að hafa upphæðina örlítið hærri en í fyrra, að sið undangenginna ára. Maður kreistir svona upphæðir ekki beinlínis fram úr erminni, fátækur námsmaðurinn, en öðruvísi gengur þetta víst ekki.

Svo keypti ég skissubók. Ég ætla að reyna að endurnýja kynni mín við drátthagleiksgyðjuna, þ.e. ef hún vill taka við mér aftur. Ég hef ekki beinlínis verið iðinn við krotið síðastliðin ár. Á meðan eru allir aðrir skyndilega orðnir að Van Goghum og Dalíum Íslands, en ég sit eftir í tættu sæti Sigmunds. Tími er kominn á kúvendingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *