Þröngur smekkur

Mig hrjáir lítið vandamál: Þröngur smekkur. Í dag fór ég til að mynda niður í bæ í leit að húfu, en fann enga sem mér leist á. Nógu var þó úr að velja. Þessu sama lenti ég í er ég var í leit að hatti, og það endaði á miklum fjárútlátum.

Eftir að hafa þreytt starfsfólk Guðsteins, P. Eyefeld og Hattabúðar Reykjavíkur, með spurningum um vissa gerð húfu sem mig dauðlangar í, gafst ég upp og gekk niður í Iðu, þar sem ég festi kaup á stúdentsgjöf óhappabloggarans. Þá er bara eftir að afhenda gripinn. Seint gefa sumir en gefa samt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *