Skyr o.fl.

Í ljósi orða Vésteins Valgarðssonar lýsi ég yfir stuðningi mínum við aðgerðir þeirra er slettu skyri á dögunum. Þessi tegund mótmæla er einfaldlega langflottust. Það er þó alveg rétt, að trúverðugleikinn glatast við þetta, þótt það sé töff.

Hvað sem öllu langdegisþunglyndi líður, má bægja því frá með einni hlustun á Closing Time með Tom Waits, sé vissum lögum sleppt úr.

Auðvitað þjáist ég ekki af neinu langdegisþunglyndi. Það er fáránlegt að halda því fram að raunverulegt þunglyndi sé árstíðabundið, eins og fólk þurfi afsökun fyrir því að vera þunglynt. Með þessu held ég því þó ekki fram að skammdegisþunglyndi sé ekki raunverulegt, en sjálft orðið er rangnefni, þar sem hér ræðir ekki um þunglyndi heldur einfalda vanlíðan. Hins vegar er ég alveg hættur að geta sofið á næturna sökum birtu.

Þótt dagarnir séu orðnir auðveldari hafa næturnar að sama skapi orðið erfiðari. Það er líka svo gaman að geta kvartað undan öllu.

Eftirmáli
Þessi færsla er hér skrifuð í annað sinn, vegna þess að fyrri gerðin eyðilagðist í netskandal. Hún er ekki jafn góð og sú fyrri, en mér fyrirgefst það vonandi. Netinu verður þó aldrei fyrirgefið. Onei.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *