Getraun (engar leitarvélar!) II

Önnur vísbending:

Annað dæmi um ærslasemi þess sem spurt er um er drykkjusemi hans. Að sögn samtímamanna, helstu kunningja og síðustu eiginkonu hans, varð hann fremur drykkfelldur meðan á þriðja hjónabandi hans gekk, og gat reynst fljótger til ofbeldisverka þegar hann var ölvaður.

Sú saga gengur enn að eitt sinn hafi hann ráðist á tvær stúlkur sem reyndu að stela af honum tuskudýrum, sem hann hafði keypt handa konu sinni og barni, meðan hann sat að sumbli á krá nokkurri, og barið þær. Málinu sem þær höfðuðu gegn honum var á endanum vísað frá af ókunnum ástæðum, þótt sumar útgáfur segi að málsatvik hafi ekki þótt nógu skýr, þar sem málsaðilar voru allir ölvaðir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *