Getraun (engar leitarvélar!) III

Þriðja vísbending:

Margir hafa hafnað þessari sögu og talið hana vera urban legend, þótt vitað sé með vissu að hún sé sönn. En af ósönnum kjaftasögum um sama mann má líklegast telja eina frægasta, og það er að hann hafi verið barnið á umbúðum barnamatarins Gerber. Það er alls ekki rétt, þótt andlit hans hafi raunar verið notað á umbúðum annarrar tegundar af barnamat.

Önnur saga segir af því að hann hafi hitt mann í kokteilboði, sem vann við að borða gler. Það þótti okkar manni víst ekki merkilegt, braut glasið sitt og tuggði uns munnurinn fylltist af blóði. Þessi saga er heldur ekki sönn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *