Tinnköpptvö

Hver man ekki eftir því þegar heimurinn grét fyrir þrjósku Kevins Costner, er persóna hans í stórmyndinni Tin Cup dúndraði hverri golfkúlunni á eftir annarri ofan í vatnið, sem skildi að hann og átjándu holuna?

Merkilegasti og mikilvægasti bloggari landsins telur tíma til kominn að endurnýja kynni okkar við golfhetjuna Roy McAvoy. Vér krefjumst þess að framleiðendur Tin Cup taki til við gerð nýrrar myndar, sem gæti borið heitið Tin Cup 2: Clash of the Titans, or the return of Roy McAvoy. Ekki spillti fyrir ef vinnuhesturinn Hrafn Gunnlaugsson yrði spenntur fyrir aktygi framleiðsluferilsins.

Hverjir halda þessir Hollywoodkarlar að þeir séu, að gera ekki þessa mynd? Hefur heimurinn ekki þjáðst nóg? Berjumst fyrir geðheilsu okkar! Tinnköpptvö! Tinnköpptvö!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *