Draumfarir ei segi sléttar

Mig dreymdi hræðilegan draum síðustu nótt. Margir myndu kalla þetta martröð, en ég er ekki viss ennþá hvað þetta var. Mér leið ekkert sérlega illa þegar ég vaknaði og það var engin örvænting í draumnum, að minnsta kosti ekki hjá mér. Ég vildi að ég gæti sagt frá draumnum en ég bara einfaldlega get það ekki. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað gerðist í honum. Svo er ekki hægt að segja frá draumum sem fylgja engum þræði. Það er lesendum leiðinlegra en skríbenti að böðlast gegnum, eins og það sé ekki nógu leiðinlegt að skrifa þannig rusl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *