Leiðindablogg

„Hugurinn er eins og fallhlíf: Hann virkar ekki nema hann sé opinn“. Ef þetta hallærismáltæki er lýsandi fyrir Listahátíð unga fólksins á Seyðisfirði er eins gott að ég haldi mér frá austfjörðum á næstunni.

Reykjavík er kuldaleg og grá í dag, eins og raunar síðustu viku alla. Það skal engan undra þótt hengingarhvötinni vaxi ásmegin meðan veðrið er svona. Svo smýgur fjárþurftarþokan inn um hverja glufu þessarar guðsvoluðu íbúðar sem ekki tókst að byrgja fyrir. Á sama tíma hrópar „sérfræðingur á húskaupamarkaðnum“ á lesendur DV að selja strax, en ekki kaupa, því húsnæðisverð komi til með að lækka um 20-30% á komandi misserum. Slík tíðindi kæmu manni eins og mér ágætlega, ætti hann nokkra peninga. En ætli ég neyðist ekki til að hírast hérna næstu fimm til tíu árin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *