Tenglablogg

Þá er ég búinn að lesa enn eina Þórbergsbókina, Ofvitann, og enn einu sinni stend ég agndofa eftir lesturinn. Það er gaman þegar bækur hafa áhrif á mann.

Nú virðast allir verafara til Ítalíu, eða nýkomnir þaðan. Ég vildi að ég væri að fara þangað, á mínar gömlu heimaslóðir.

Talandi um Ítalíu, þá skilst mér af Danna að flogið verði með Futura til Spánar. Síðasta sumar flaug ég með þeim til Ítalíu. Þar skildu flugfreyjurnar hvorki ensku né íslensku og neituðu að þjóna mér áfengi nema á matmálstímum. Það er því útlit fyrir að þeir sem ætladrekka á leiðinni þurfi að hafa allar nauðsynjar með sér í vélina.

Læt ég þessu tenglabloggi nú lokið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *