112145646972023636

Stundum eru afleiðingar til trafala. Ef ég gæti til dæmis sagt hvað sem er án þess að þurfa að fást við afleiðingarnar, hefði ég sagt ýmislegt í vinnunni í dag. En sannleikanum er hver sárreiðastur svo ég hélt kjafti. En ekki er víst að ég geri það aftur.

Menn sem sjá skrattann í hverju horni ættu að varast að úthrópa öfgar. Musharraf, forseti Pakistans, boðaði í dag herferð gegn öfgatrúarefni ýmiss konar. Það gefur auga leið að öfgarnar má víða finna, en herferðin sjálf er ekki síður öfgakennd. Hver á svo að dæma, hvað er öfgakennt? Eru aðgerðir lögreglunnar í Leeds til að mynda ekki öfgakenndar, þegar þeir ráðast inn í félagsmiðstöðvar, því þar eru múslimar?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *