Senn nær íhaldið borginni

„Nú er í gangi skoðanakönnun – eða nýbúin – sem framkvæmd er af Gallup þar sem spurt er um hverja menn vilji sjá leiða lista Sjálfstæðismanna … Gísli þarf að taka ákvörðun og tilkynna hana áður en könnunin kemur. Í fyrsta lagi virkar það aldrei vel þegar stjórnmálamenn láta reka fyrir vindum skoðanakannana. Honum verður þá brigslað um kjarkleysi og tækifærismennsku af jafnt andstæðingum sem eigin flokksmönnum“.

Svo fleygði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður hentistefnuflokks Samtíningar, steini úr glerhúsi sínu. Aðeins degi eftir að hann lýsti yfir að R-listinn gæti samanstaðið af Samtíningu og óháðum. Er það markmið þessa manns að ganga af R-listanum dauðum?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *