Umbótastarfsemi R-listans

Stjórn Íslensku óperunnar hyggst beita sér fyrir byggingu óperuhúss í Kópavoginum. Ætlaði sama stjórn ekki að beita sér fyrir að tónleikahús risi í Reykjavíkurhöfn? Hvað varð um þær áformanir? Þær hafa kannski drukknað í loforðalista R-listans, sem hvað ofan í annað lofar menningarumbótum, sem hvergi krælir á. En svo ég höggvi á báða bóga, má segja að ef það er þannig sem stjórn Íslensku óperunnar berst fyrir málum sínum, sem raun hefur orðið í Reykjavík, muni hvergi rísa óperuhús hér á landi næstu öldina.

Það sem eftir stendur er að með hjálp R-listans er Gunnar Birgisson að beina fólksstraumi og menningarstarfsemi yfir í Kópavoginn, vegna þess að Reykjavíkurborg er of þver til skilnings. Já, miklar eru menningarumbætur Rúnklistans. Svo miklar raunar að ég yrði ekki hissa þótt Reykjavík hreppti hnossið í keppninni um mesta lágmenningarhallærisplan veraldar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *