Sjálfið sem þoldi ekki mynd sína

Ljósmyndir eru furðulegt fyrirbæri. Það þarf visst sjónarhorn til að mynda mig eins og ég sé mig sjálfur, en öllu aðveldara er að ná röngu hliðinni á mér, þ.e. þeirri hlið sem illa samsvarar sjálfsmynd minni, þótt það sé ef til vill einmitt sú hlið sem aðrir sjá á mér. Þá á ég við muninn á góðum og slæmum myndum, að það sem mér þykir góð mynd þyki öðrum kannski slæm mynd af mér og öfugt.
Nýja prófílmyndin þykir mér einmitt sérlega slæm. Þá er að sjá hvort hún dugi til að fæla fólk frá þessari síðu.

Jæa, Leifsstöð eftir 49 klukkustundir. Það verður alveg hreint ágætt. Ekkert blogg í fjarveru minni. Ekki að ræða það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *