Spánn, Marokkó, Gíbraltar

Kominn frá Marokkó, Gíbraltar og Spáni, þó helst hafi ég nú staldrað á síðastnefnda staðnum, sem kannski væri ómerkilegasti staðurinn af þeim öllum, væri hann allur eins og sá hluti hans sem ég sá, sem hann er líkast til ekki og kannski sem betur fer.
Nú sit ég og hlusta á Andrés Segovia plötuna sem ég keypti mér í fríhöfninni í Málaga. Sem er tilbreyting frá spænsku ballöðunni „Taliban Gasolina“. Eða það er það sem ég held það hafi heitið. Önnur tónlist þar var af sama meiði.
Flestir minna heimsborgaralegu lesenda kunna að þekkja hversu slæm hin evrópska umferðarmenning er, en það var ekki tilfellið á Spáni. Þótt menn keyri hver utan í annan þykir það hið besta mál og menn eru gjarnir á að hleypa vegfarendum yfir götur. Enda þótt gangbrautarskiltin sýni fólkið hlaupandi undan vísum dauða.
Frægt varð atvik eitt í ferð þessari, en það er tívolíslysið ægilega, sem félagi minn varð fyrir. En ekki verður meira á það minnst hér.
Hvað aukaatriðin snertir koma myndirnar seinna, þar sem myndavélin mín bilaði í Marokkó. Það skal þó enginn halda að ég birti hér skandalsmyndir af sjálfum mér. Það er annarra að gera.
En nú skal látið staðar numið. Mér finnast ferðasögur svo óhemjuleiðinlegar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *