Sumt er oss ætlað að skilja, en annað ekki

Ævilangur draumur minn hefur ræst. Atari hefur nefnilega framleitt tölvuleik fyrir Gameboy þar sem söguhetjan er ég. Hvert ætli markmið leiksins sé, af hulstrinu að dæma? Kannski að ferðast til fátækra landa sem hin mikla hetja Aggi!Aggi!! og hlæja að þjáningum innfæddra, hella sig fullan og valda þjáðum og þreyttum lýðnum eins miklu hugarangri og mögulegt er áður tíminn er úti? Það er viðeigandi á vissan hátt, þar sem ég fór jú til Marokkó, edrú að vísu, og var þar sleginn í andlitið fyrir að taka ljósmyndir.

Já, túristahatrið á sér hin ýmsu birtingarform. Og það er alltaf gaman þegar formið birtist í smettinu á manni. Það er líka gaman að vera túristi með bakpoka og myndavél. Sérstaklega þegar maður hefur óbeit á túristum með bakpoka og myndavélar. Af nauðsyn ertu orðinn það sem þú þolir ekki. En skilningur kemur aðeins með reynslu. Og enginn kýlir túrista á Íslandi. Það hefur heldur aldrei þótt dyggð að hugsa upphátt á Íslandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *