Lof kýrinnar

Guð minn góður hvað ég samdi hryllilegt ljóð í tilefni af upplestrinum á fimmtudaginn! Það hljómar eins og eitthvað eftir Guðna Ágústs og gæti heitið Lof kýrinnar, eða einhverju álíka nafni. Í augnablikinu heitir það þó Beljan, sem hentar tilefninu ágætlega. En ég held ég hendi þessu frekar og byrji upp á nýtt. Þá er betur heima setið en af stað farið, eins og þúsund manns hafa sagt áður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *