Listasvið

Hah! Listasvið komið á ról án þess að hafa verið formlega skapað. Það kalla ég góða byrjun á stríðinu gegn menningarlegu sinnuleysi. Næst: Spjallþráður þar sem kveðist er á. Með þessu áframhaldi og skipulegum áróðri verða vinsælustu valgreinar næsta árs listasaga og yndislestur, og enginn verður maður með mönnum nema hafa lesið Tómas Guðmundsson, Dante og Platon og geti ort undir dróttkvæðum hætti. Já, það verður nákvæmlega þannig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *