Dagbækur

Ég hef eytt nokkrum tíma í að rýna í gamlar dagbækur. Gerði mér ekki grein fyrir því að sé bloggið talið með hef ég haldið dagbók nær óslitið í fjögur og hálft ár. Það sem lesendur þessarar vefdagbókar minnar gera sér hins vegar kannski ekki grein fyrir, er að ég hef einnig haldið persónulega dagbók samfara blogginu. Þannig hef ég góðan vettvang fyrir hvers kyns persónulegar deleríngar annarsstaðar en frammi fyrir alþjóð, sem einmitt mun vera síðasti staðurinn fyrir slíka hluti. Þess vegna á aldrei að gefa út ævisögur manna fyrr en að minnsta kosti eftir að þeir deyja.

Annars mæli ég stranglega með dagbókarhaldi. Dagbækur verða manni sjálfum og öðrum (ekki hverjum sem er!) merkileg heimild um líf manns síðar meir. Ég gerði mér til dæmis ekki grein fyrir því hvurslags djöfulsins hálfviti ég var á fyrsta ári í menntaskóla. Sjálfsagt geri ég mér ekki ennþá grein fyrir því hvurslags endemis fífl ég er núna. En ég get bætt úr því eftir nokkur ár með því að halda dagbók núna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *