Varúð!

Stafsetningarfyrirkomulag þessarar síðu tekur breytingum frá og með þessari færslu. Orðið allt mun héðan af stafsett alt, og sömuleiðis öll þau orð er innihalda allt, s.s. allsstaðar (alstaðar), alltaf (alt af), lék á alls oddi (als oddi), alltént (altént) o.s.frv.

Eldri stafsetningarbreytingar hafa verið á orðunum jæja (jæa), ævi (æfi), biskup (byskup), skrítið (skrýtið) og skrímsli (skrýmsli). Síðastnefnda breytingin gengur frá og með þessari setningu til baka.

Hafið þakkir fyrir þolinmæðina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *