Daily Archives: 14. október, 2005

Enn meira gæfi ég 0

Enn meira gæfi ég fyrir að þeir hættu að sýna þessa uppblásnu karókíkeppni í sjónvarpinu. Hvers gæti nokkur óskað sér meira? Jú, kannski að bloggþjónustan þeirra nauðbeygði þá ekki til að klippa lengri færslurnar í tvennt svo þeir geti birt þær, urg!

Mikið gæfi ég I (seinni færsla fyrir neðan!) 0

Mikið gæfi ég fyrir að menn rökræddu ekki eins og Friðbjörn Orri Ketilsson. Hann svekkir sig á fordómum gegn Bandaríkjunum og segir að fólk noti Íraksstríðið sýknt og heilagt til að dæma þjóðina. Það gæti verið rétt, að einhverjir alhæfðu um þjóðina útfrá því, en það gerir enginn með fullu viti. Ríkisstjórnina má gagnrýna fyrir […]

Mikið gæfi ég II 0

„Bandaríkjamenn eiga mjög stóra bíla sem kosta jafn mikið og meðal fólksbíll á Íslandi. Framleiðni er mikil í Bandaríkjunum vegna þess að hagkerfið er mjög frjálst. Það leiðir af sér að hver klukkustund skapar meiri verðmæti en t.d. í Evrópu. Því geta þeir unnið færri klukkustundir og notið meiri frítíma en samt haft góðar tekjur. […]

112932587946770057 0

Af hverju vill þetta Blogger-dót ekki birta löngu færslurnar mínar?

Vinnublogg 0

Ég hef það á tilfinningunni að vinstri fóturinn á mér sé tímasprengja, einn daginn muni hann gefa sig (þá vonandi ekki á gilbarmi!). Ef svo verður þarf ég að ganga við staf, eins og Stefán frá Hvítadal. Það er töff. Því miður er ekki sérlega töff að vera eins og farlama gamalmenni með ónýtan fót. […]

Af fréttum 0

Er þetta grín? Er einhver virkilega svo heimskur að falla fyrir því að prentaðir hafi verið milljón dollara seðlar í fyrsta lagi, og það með mynd af Washington í öðru lagi? Mér finnst eiginlega að Ríkislögreglustjóri ætti ekkert að aðhafast. Þeir sem nógu vitlausir eru að falla fyrir þessu eiga það skilið. Sumar þjóðir (ekki […]

Grein og lestur 0

Grein mín, Ísland er ekki land þitt (sem skapaði enga umræðu í athugasemdunum, urg!), hefur nú birst bæði á Múrnum og á Vinstri.is. Á greinunum er blæbrigðamunur, vegna þess að Múrverjar leiðréttu greinina mína lítillega. Vek annars athygli á því að á Halldór Laxness les sögu sína Paradísarheimt í Útvarpinu á hverjum degi klukkan tvö. […]