Mikið gæfi ég II

Bandaríkjamenn eiga mjög stóra bíla sem kosta jafn mikið og meðal fólksbíll á Íslandi. Framleiðni er mikil í Bandaríkjunum vegna þess að hagkerfið er mjög frjálst. Það leiðir af sér að hver klukkustund skapar meiri verðmæti en t.d. í Evrópu. Því geta þeir unnið færri klukkustundir og notið meiri frítíma en samt haft góðar tekjur. Íbúar í dreifbýli eiga risastór hús rétt eins og dreifbýlisfólk á Íslandi. Þeir borða stóra skammta af mat þar sem matur er hlutfallslega svo ódýr að þeir hafa vel efni á miklu magni. Þeir setja á fót stórar sýningar, íþróttaleiki, skemmtanir ofl af þeirri ástæðu að þeir eru 280 milljónir að fjölda. Fólk verður að setja hlutina í samhengi og vera sanngjarnt í dómum sínum.“

Hananú. Maðurinn er búinn að dæma þjóðina alla útfrá hagkerfi landsins og er þarmeð kominn í þversögn. Það finnst honum sanngjarn dómur, eða hvað? Fyrst það er í lagi að dæma heila þjóð útfrá hagkerfi hennar, er þá ekki alt eins gott að dæma þjóðina útfrá þeim sem stjórna hagkerfinu, ríkisstjórninni, já eða andskotans seðlabankanum? Og er það ekki nákvæmlega það sem hann gagnrýndi í upphafi? Ég er nú hræddur um það. En öðru eins mátti nú búast við af frjálshyggjumanni eins og Friðbirni, sem setur peninga ofar öllu öðru.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *