Mikið gæfi ég I (seinni færsla fyrir neðan!)

Mikið gæfi ég fyrir að menn rökræddu ekki eins og Friðbjörn Orri Ketilsson. Hann svekkir sig á fordómum gegn Bandaríkjunum og segir að fólk noti Íraksstríðið sýknt og heilagt til að dæma þjóðina. Það gæti verið rétt, að einhverjir alhæfðu um þjóðina útfrá því, en það gerir enginn með fullu viti. Ríkisstjórnina má gagnrýna fyrir það, en ekki þjóðina sjálfa, og þar erum við sammála. Svo segir hann:
Ég hafði enga vitund um hvernig þarna væri áður en ég fór þangað fyrst 19 ára gamall. Ég hafði aðeins lesið hagtölur, umfjallanir og annað um Bandaríkin og auðvitað hlustað á Bandaríkjahatur fólks hér á Íslandi um árabil.“
Alt saman gott og blessað með þetta, nema ég leyfi mér að fullyrða að raunverulegt hatur á Bandaríkjunum sé í lágmarki hérlendis. Hatur er fullsterkt orð. Svo segir hann:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *