Kommusetningar

Kommusetningar eru merkingarlega mikilvægar. Það er til dæmis talsverður merkingarmunur á setningunum ek vil engi hornkerling vera og ek vil engi, hornkerling vera. Önnur vill ekki vera hornkerling en hin vill ekki aðeins það heldur vill hún einnig eiga engi. Því þarf að gæta vandlega að hvort eða hvar þarf að setja niður kommur. Ómerkilegri hlutir en rangar kommusetningar hafa komið af stað stríði og þær ætti að líta á sem glæp gegn mannkyninu. Þess vegna vorkenni ég ekki þeim sem fá 0,5 dregna af einkunn sinni fyrir ranga kommusetningu í skólaritgerðum. Þeir sem barma sér yfir slíku verða sér a.m.k. ekki til sæmdarauka hjá mér.

2 thoughts on “Kommusetningar”

  1. Dásamlega sammála.
    En hvenær á að ljúka íslenskun þessarar fallegu heimasíðu? „Main“, „Posted by“, „Permalink“, „Trackback“, „Post a Comment“, „Name“, „Email Address“, „URL“, „Remember personal info“, „Comments“ o. fl. — kommusetningarnar fölna við hliðina á þessu. 😉

Lokað er á athugasemdir.