The World According to Sportacus

Komið er á markaðinn Latabæjarvítamín. Er það til marks um markaðssetningarsnilldina eða siðblindu stórfyrirtækisins? Jafnvel hvort tveggja. Bráðum verða þeir farnir að segja börnunum hvernig þau eiga að klæðast, hvernig þau eiga að tala og hvaða stjórnmálaflokk þau eiga að kjósa. Börn sem eiga foreldra sem ekki eru styðjandi Latabæjarheimsveldið verða beðin að tilkynna um það á næstu Lýðuppfræðslustöð Latabæjar, svo þeim megi tortíma, og hægt verði að fá börnunum hæfandi foreldra í stað hinna gömlu. Mynd af íþróttaálfinum yfir hverju arinopi, hverju eldhúsborði, hverju rúmi og brjóstmynd í hverri borðstofu. Sannið þið til. Sjálfsagt verð ég drepinn fyrir að skrifa þetta, svo voldugt er veldi þeirra þegar orðið.

3 thoughts on “The World According to Sportacus”

  1. Tja, hafa stórfyrirtæki ekki alltaf sagt börnum hvernig þau á að klæðast, hvernig þau eigi að tala og hvaða stjórnmálaflokk þau eigi að kjósa?
    Ég veit ekki betur en þú gerir það sjálfur, samanber stöðluðu línurnar sem þú segir við öll börn sem þú hittir: „Barn, vertu í kennarajakka og með sixpensara“; „Notaðu kommusetningar viturlega litla barn“; og „barn, þú skalt kjósa kommúnistaflokkinn svo að Stalín sjái að þú elskir hann“.

Lokað er á athugasemdir.