Enginn Thor skal skafa flór

Um þessar mundir eru auglýsingaspjöld af Garðari Thor Cortes á hverju götuhorni. Þetta er leiðin til frægðar á Íslandi, að heita Thor að millinafni. Sérstaklega ef maður á vindbelg og alnafna, að millinafni undanskildu, að foreldri. Þá segir fólk: Hann er alveg eins frábær og Garðar Cortes, nema þessi er Thor! THOR! Því eins mikil upphefð og það nú annars er að heita Cortes, þá er aðalupphefðin fólgin í að heita Thor, því það er þannig sem útlendar stórþjóðir skrifa Þór. Sérhver sannur íslenskur heimsborgari heitir Thor; hann kann að stafsetja innan um eðalbornar hjáþjóðir, en hafnar ekki norrænum uppruna sínum. Þess vegna hefur nafnið Thor orðið mönnum til eins mikillar frægðar og raun ber vitni.

Ónefndir frægir einstaklingar hafa reynt að komast upp með að nefna börnin sín Franz í staðinn fyrir Thor. En þau börn verða aldrei fræg. Það eru nefnilega aðeins aumingjar sem heita Franz.

5 thoughts on “Enginn Thor skal skafa flór”

Lokað er á athugasemdir.