Daily Archives: 30. nóvember, 2005

Veikindi? 0

Mér sýnist ég ætla að velja besta árstímann til að veikjast. Það hittist alltaf allt svo vel á hjá mér.

Draumfarir Slökkt á athugasemdum við Draumfarir

Það er ekki gott að vakna þegar maður er við það að fara til útlanda. Og finna að þursabitinu frá því deginum áður hefur vaxið ásmegin. Senn verð ég eitt stórt þursabit ef að líkum lætur.

Vor yndislega kjarnorka 1

Mikið er gott að við beisluðum kjarnorku, fyrir utan það hvað hún er góður orkugjafi, þá er hún svo góð leið til að halda valdajafnvægi. Já, og svo er alltaf gaman þegar 270 kíló af plútoni hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að losa okkur við […]

Hið klisjukennda sálarlíf 2

Hafið þið einhvern tíma lent í því að eyða mjög persónulegri bloggfærslu vegna þess ykkur fannst hún klisjukennd?! Hvers eigum við wannabe extróvertin að gjalda fyrir öll hin sem komu á undan?

Armæða þessara daga 0

Lífið er óspennandi í meira lagi um þessar mundir. Utan það að ég hef gengið frá fyrstu drögum að nýrri ljóðabók. Hún er svona annaðhvort eða verk. Og ég er vel undirbúinn fyrir skellinn.