Vor yndislega kjarnorka

Mikið er gott að við beisluðum kjarnorku, fyrir utan það hvað hún er góður orkugjafi, þá er hún svo góð leið til að halda valdajafnvægi. Já, og svo er alltaf gaman þegar 270 kíló af plútoni hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að losa okkur við þau, þ.e. ef við einhverra hluta vegna vildum ekki gera úr þeim sprengjur.

Já, og tilvitnun dagsins: „Ýmsar getgátur eru uppi um hvað hafi orðið um plútoníumbirgðirnar …“

One thought on "Vor yndislega kjarnorka"

  1. Einar Steinn skrifar:

    Ætli Dr. Emmet Brown hafi ekki stolið því.

Lokað er á athugasemdir.