Daily Archives: 8. desember, 2005

Spurningar dagsins 2

Ef gerð yrði bylting öreiga á Íslandi, ætli þeir myndu gera pásu á átökunum til að horfa á Ædolið? Myndi ríkissáttasemjari svo skerast í leikinn og gera við þá nýjan kjarasamning? Myndi svo Kastljósið fá til sín húsmæður úr vesturbænum að röfla um enn eitt djöfulsins verkfallið og óþolandi stéttir sem hugsa bara um peninga? […]

Tilvitnun gærdagsins 5

Ég: Og Seðlabankastjórinn, hann kom fram í fréttum í gær og sagði að fyrst hefði bankinn hækkað stýrivexti um 0,75%, þvínæst 0,25%, og þar af leiðandi hefði Seðlabankinn hækkað stýrivexti um samanlagt 1%! Kann maðurinn ekki að fara með prósentur? Amma: Já, piff, ég held þessi Davíð Oddsson sé ekki alminlegur.

Haustdraumur á Krít 0

Í nótt dreymdi mig að ég hefði farið til Krítar. Þar stóðum við nokkur á svölunum á íbúðinni okkar og ríghéldum okkur í rimlahandriðið svo við myndum ekki fjúka út í buskann í fellibylnum sem þar gekk yfir. Eldingar sprungu á hafinu í fjarska. „Já, það er sama veðrið á Krít og á Íslandi,“ hrópaði […]

Afmæli og ljóð 0

Á þessum degi fyrir 25 árum fæddist bróðir minn eldri. Nákvæmlega sama dag var John Lennon myrtur af náunga að nafni Mark David Chapman. Sá síðarnefndi hefur enn ekki fengið reynslulausn þrátt fyrir margar beiðnir. Í tilefni dagsins væri ef til vill rétt að birta hér einhverja fyndna sögu af bróður mínum. Ég geri það […]