Spurningar dagsins

Ef gerð yrði bylting öreiga á Íslandi, ætli þeir myndu gera pásu á átökunum til að horfa á Ædolið? Myndi ríkissáttasemjari svo skerast í leikinn og gera við þá nýjan kjarasamning? Myndi svo Kastljósið fá til sín húsmæður úr vesturbænum að röfla um enn eitt djöfulsins verkfallið og óþolandi stéttir sem hugsa bara um peninga? Myndi þá öreigastéttin gera aðra pásu á átökunum til að fara heim og horfa á Kastljósið? Myndu Samfylkingaröreigar hætta við stéttabaráttu ef hún fengi ekki nógu mikið fylgi í skoðanakönnunum?

2 thoughts on “Spurningar dagsins”

  1. Þessar spurningar eru meðal þeirra sem koma í veg fyrir að ég kaupi heilsíðu í Mogganum og tilkynni að byltingin hefjist á mánudaginn og biðji fólk að koma með barefli!

  2. Íslendingum nægir að hafa átt tvo Gúttóslagi og einn Natóslag. Eftir þá slagi nenna þeir ekki að berjast fyrir neinu. Það er eiginlega eins og að slá beljaka á trýnið og snúa sér undan; Íslendingar geta enn ekki staðið í fæturna eftir síðustu barsmíð. En Frakkarnir, þeir kunna þetta.

Lokað er á athugasemdir.