Hvað næst? og tilvitnunin frá í gær

Jónína Ben. Fleiri orð eru óþörf.

Tilvitnunin sem ég birti í gær var í ömmu mína. Það sá enginn. Þessi orðnotkun hennar, sem mér finnst svo dæmalaust skemmtileg, er á útleið. Hún er áreiðanlega í hópi hinna hinstu sem tala svona. Samt talar hún ekkert sérlega forneskjulega. Þetta er aðeins dæmi um að orðnotkun breytist milli kynslóða, synd sé að því. Menn eru farnir að nota of gildishlaðin orð núorðið, í ritmáli þykir það og bera merki um þeim mun meiri áherslu sem upphrópunarmerkin eru fleiri. En amma er pen: Hann er nú ekki alminlegur. Þannig finnst mér eigi að tala.

3 thoughts on “Hvað næst? og tilvitnunin frá í gær”

  1. Já, ætli hægt sé að flokka þetta sem „litotes“ þ.e. understatement? Þetta er töff, alveg eins og í fornsögunum. Annars er það að frétta að við getum endurtekið gjörninginn frá í gær hvenær sem er á sama stað.

  2. Hahaha! Já, þetta er falleg íslenska og skemmtilegt orðalag. Um að gera að rækta slíkt. Annars notar fjölskylda mín oft orðið „piff“, ég þar á meðal.

Lokað er á athugasemdir.