S.s.

Nei, ekki þeir, heldur skammstöfunin. Hvarvetna finnst mér ég rekast á ranga notkun skammstöfunarinnar s.s. sem stendur fyrir svo sem og er oft notuð á undan upptalningu. Hún stendur ekki fyrir sumsé eða samasem, þótt merkingarlegur munur sé ekki ávallt mikill m.t.t. samhengis. Ég veit ekki hvort einhver regla gildi um það, en mér þykir aukinheldur ósmekklegt að nota hana í merkingunni svo (gott) sem (dæmi: Ertu saddur? Svar: Já, ég er s.s. saddur (fokk, hryllingurinn!)). Þetta er þó ekki svo algengt að taki því að láta það fara í taugarnar á sér. Svo veit ég ekki um fagurfræðilegt mat annarra.

Leiðréttingar ávallt velkomnar nema rangar séu.

One thought on "S.s."

  1. Þórður skrifar:

    Þess vegna á að sleppa skammstöfunum algjörlega.

Lokað er á athugasemdir.