Bókakaup

Það er 3 fyrir 2 tilboð í bókabúðunum núna og vitaskuld stóðst ég ekki freistinguna og keypti níu bækur. Nei, ég lýg því, ég keypti bara þrjár. Það voru Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson, Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kalman Stefánsson og Níu þjófalyklar eftir Hermann Stefánsson. Nú hef ég ekkert lesið eftir þessa höfunda og þætti vænt um að fá sem flestar athugasemdir frá þeim sem hafa lesið þessar bækur eða eitthvað annað eftir sömu höfunda. Til að byrja með: Voru þetta góð kaup á 2500 krónur? Var ég nokkuð að kaupa einhvurja ansvítans skatólógíu?

7 thoughts on “Bókakaup”

  1. Jón Kalmann jahá! Hann er mjög góður, einstaklega sérstakur og skemmtilegur stíll. Er að ljúka við „Sumarljós og svo kemur nóttin“ eftir hann sem ég mæli með, og einu sinni las ég „Ýmislegt um risafurur og tímann“ sem líka var nokkuð góð.

  2. Já, vegna fjölda góðra umsagna hef ég ákveðið að lesa Sumarljósið fljótlega. Ég hef heyrt ýmislegt misjafnt um Risafururnar en sú gagnrýni kemur frá mönnum sem finnst allar góðar bókmenntir leiðinlegar, svo kannski les ég hana líka.
    Bjössi, ég vona þú hafir ekki tekið forskot á sæluna. It is of the essence that The Guyver remain untouched by our foul hands until the next night at the Horror Bar.

  3. Svo virðist vera sem flestum í bekknum hafi leiðst risafururnar. Margir tóku þó svo til orða að það væri ömurlegasta bók allra tíma, „bara um einhvern krakka og eitthvað“. Sá er mestur rökstuðningur er ek hefi heyrt.

Lokað er á athugasemdir.