Posh

Þetta Golden Globe drasl virðist mér vera í sjónvarpinu. Hvar eru svo þessir hryðjuverkamenn þegar nauðsyn knýr dyra? Óendanlegur er ímugustur minn á „fínu og frægu“ fólki. Mun meiri en á hryðjuverkamönnum. Vissulega eru Hollywood-stjörnur raunar angi af sömu grein, en það horfir hvort eð er enginn á þetta, þannig að kannski fer heimurinn ekki fullkomlega í hundana enn um sinn, þótt fína fólkið fái að spássera um á rauðum dregli með munnstykki sín og einglitni.