Daily Archives: 24. janúar, 2006

Tilkynning um liðinn atburð 8

Næsta þriðjudagskvöld, strax eftir Gettu betur, verður haldin bókmenntahátíð í Skálholti. Þar munu nokkur valinkunn skáld lesa úr verkum sínum hlustendum til yndis og unaðsauka og efla um leið menningarvitund vora. Hefst hátíðin kl 20:30. Þau sem fram koma eru: Andri Snær Magnason Kristín Þóra Pétursdóttir Aldís Guðbrandsdóttir Gerður Kristný Guðjónsdóttir Arngrímur Vídalín Stefánsson Kári […]

Til hvers var sofið? 0

Ég lagði mig og tæpum tveimur tímum seinna vaknaði ég fullkomlega ósofinn, kaldhæðnislega sem það hljómar. Það er aðeins eitt verra og það er að vakna við hliðina á Gunnari Birgissyni. Raunar, þegar ég hugsa út í það, þá er margt verra en að vakna ósofinn.

Wovon mann night sprechen kann … 0

Ég skrifaði tvær persónulegar færslur í röð, henti báðum. Stundum er betra að þegja en bera vandamál sín á torg. Mönnum er hvort eð er engin náðarbjörg í að úthella blóði sínu á internetinu. Nema þeir vilji fá svona komment: Luv ur sight, pres_link fur penis enlargment.

Gerviþreyta 0

Mér líður eins og ég hafi ekki sofið í marga daga. Það er ekki öldungis rétt, ég hef lítið gert annað undanfarið. Ég hef greinilega ekki fengið nema ráðlagðan hámarksdagskammt af kaffi í dag, skömm sé að því, fyrst innistæðulaus þreyta sækir að mér eins og skrattinn á hæla Sæmundi. Sólarhringurinn er of stuttur manni […]