Skárri

Ögn upplitsdjarfari í dag. Það er vonandi að mér takist þá loksins að gera eitthvað af viti.

Uppfært kl. 17:32
Ég er að verða vitlaus á þessu verkefni. Öll hugsun er aukinheldur í hálfgerðum graut ennþá svo það gengur fremur hægt. Andinn hefur greinilega ekki fylgt líkamanum eftir í bata. Það var meira að segja erfitt að orða síðustu setningu. Nei, þetta er ekkert sældarlíf.

Uppfært kl. 20:34
Það virðist komin upp nokkuð sterk regla upp úr glundroðanum sem ég pönkaði niður í Wordskjalið milli dauða og meðvitundarleysis fyrr í dag. Guð má vita hvernig ég fór að því. Skrattinn hafi það ef mér er ekki ætlað að takast þetta.

Uppfært kl. 21:24
Strand enn á ný. Teljast fjórar blaðsíður annars ekki ágætt dagsverk hjá sjúkum manni?

5 thoughts on "Skárri"

 1. Björn skrifar:

  Þetta hefst.

 2. Ég veit það ekki. Ég er alveg búinn á því og kemst ekkert áleiðis með þetta. Ef það væri leyfilegt að falla á þessu myndi ég gera það án þess að hika.

 3. Björn skrifar:

  Ef þú myndir gera það, þá kæmi Már rektor heim til þín og nuddaði skegginu sínu framan í þig eins og bersekur.

 4. Alliat skrifar:

  Um hvað ertu aftur að skrifa?

 5. Ætli ég viti það nokkuð frekar en þú.

Lokað er á athugasemdir.