Morgunbaráttan

Eiginlega er það skáldlegt óréttlæti hvað morgunkaffið mitt er vont miðað við að ég vakti til fjögur við óminn af því sem ég ætla að hafi verið Naglfar að landa í Sundahöfn með meðfylgjandi ragnarökum. Eiginlega er ég ekki í neinu standi fyrir vikið til að mæta í skólann, en geri það nú samt.