Daily Archives: 27. mars, 2006

Þreyttur að kveldi aðgerðalítils dags 0

Grein í Steingerði tilbúin. Hún fjallar um mikilvægi listarinnar. Þá eru allar áætlaðar greinar skrifaðar, vona þær verði ekki fleiri í bili. Fékk smá sjokk í svona mínútu þegar ég var nýbúinn að skrifa hana og upp kom sá möguleiki að Steingerður væri þegar farin í prentun. Við nánari eftirgrennslan reyndist það sem betur fer […]

Múr, rok, virkjun 0

Múrgrein dagsins er víst eftir mig þótt skammstöfunin á nafninu mínu sé eitthvað kindarleg (uppfært: hún hefur nú verið löguð). Ég er ekki mikill aðdáandi fárviðris, nema sé ég innandyra í hálfrökkvu herbergi undir sæng með tebolla og góða bók. Þó var ég sérstaklega lítt hrifinn í dag af að þurfa að plokka sandkorn úr […]

Jafnréttisumræðan 0

Í hvert einasta sinn sem umræðan um jafnrétti fer af stað mætti halda að hún væri ný af nálinni, altént ef miðað er við háværustu gagnrýnisraddirnar. Til dæmis sér nú loks fyrir endann á baráttu samkynhneigðra fyrir sjálfsögðum réttindum. Til stendur að þeim verði veitt öll réttindi, utan þau að Alþingi hefur ákveðið að þrýsta […]