Múr, rok, virkjun

Múrgrein dagsins er víst eftir mig þótt skammstöfunin á nafninu mínu sé eitthvað kindarleg (uppfært: hún hefur nú verið löguð).

Ég er ekki mikill aðdáandi fárviðris, nema sé ég innandyra í hálfrökkvu herbergi undir sæng með tebolla og góða bók. Þó var ég sérstaklega lítt hrifinn í dag af að þurfa að plokka sandkorn úr augunum við hvert fótmál.

Það er greinilegt að öryggiseftirlit er sérstaklega mikið við Kárahnjúka. Það sést á fjölda þeirra sem látið hafa lífið við gerð virkjunarinnar. Er þetta sá fjórði? Kárahnjúkavirkjun er áreiðanlega hættulegasti vinnustaður Íslands fyrr og síðar!