Leitin að meðleigjanda

Mér skilst að leiguverð íbúða vestan við Rauðará séu nokkurn veginn svona:

Stúdíóíbúð: 40.000
Tveggja herbergja: 60.000
Þriggja herbergja: 80.000+

Stefnan er tekin á Vesturbæinn og leitin hefst í sumar. Tveggja herbergja íbúð væri fín fyrir mig einan, en því hef ég ekki efni á. Þess vegna leita ég að herbergisfélaga í þriggja herbergja íbúð. Opið er fyrir umsóknir. Þegar er kominn einn kandídat, ég hinsvegar áskil mér rétt til að hafna umsóknum án þess það teljist „persónulegt“.

Ég treysti því að umsóknum rigni yfir pósthólfið mitt frá fólki blóðþyrstu í að búa með mér.

9 thoughts on “Leitin að meðleigjanda”

  1. Vó.. maður ætti kannski að skoða útlandapakkann betur ef þetta er leiguverð í Reykjavík.. Lýst vel á þig að ætla að flytja. Finnst samt að Þingholtin séu svona þinn staður 😉

  2. Já, þau eru það eiginlega, myndi altént ekki fúlsa við húsnæði þar (sérstaklega á Laufásveginum). Annars eru íbúðir talsvert ódýrari utan miðbæjarins, t.d. í Grafarvogi, Árbæ eða Breiðholti, ef miðbæjarverðin skelfa þig 😉 Sjálfur vil ég þó heldur borga meira og sleppa við kostnað af samgöngum.

  3. Held að þú sért að vanmeta leiguverðið, tel að það sé nokkuð dýrara en þú áætlar

  4. Það hljómar ekki vel. En þið Auður leigið er það ekki? Hvað borgið þið mikið á mánuði? Ég þyrfti ekkert að búa í Vesturbænum eða Þingholtunum, myndi vel sætta mig við Norðurmýrina eða jafnvel Hlíðarnar ef það er ódýrara.

  5. Sem leigjandi í miðbænum get ég staðfest það að þetta leiguverð er nokkuð frá lagi. Ég telst heppin með mina 50fm 2 herbergja íbúð fyrir 75 þús á mánuði. Sem annað dæmi var leigan í þingholtsstrætinu 95 þús fyrir utan hita og rafmagn. Geðveiki. Mæli með því að þú flytjir bara út á land 🙂

  6. úthverfin vil ég ei. 101Reykjavík (hugsanlega samt 104-105 því þau heilla) eða utanlands. Fer ekki ofar en 108 í póstnúmeraskalanum, þá er ég komin út á land. Maður fær sér meðleigjanda sem maður treystir sér til að búa með þröngt og fer í 2 herbergin…

  7. Þetta er eipverð. Vinkona mín leigði sæmilega stóra þriggja herbergja íbúð á Skúlagötunni á 70.000 kr. á mánuði. Að vísu er það ekki í Þingholtunum, en skrambi nærri samt.
    Ég er í 105 sem stendur, en vestur vil ek. Þau eru annars afar fá sem ég treysti mér ekki til að búa með. Þó vildi ég heldur hafa eigið svefnherbergi, mér finnst óþægilegt að deila þess háttar.

  8. Ég þakka þann sóma sem mér þykir mér sýndur að vera kominn í þann ágæta andans hóp sem skipar FORVM POETICVM. Vel sé þeim sem veitti mér.

Lokað er á athugasemdir.