Daily Archives: 24. apríl, 2006

Af núverandi íslenskunámi og verðandi 11

Hefst þá óformlega lestur fyrir íslenskuprófið. Á erfitt með að einbeita mér samt, er svo mikið að spá í næsta vetur. Til dæmis þessi hugmynd að fagavali fyrstu annar: 05.40.00 Aðferðir og vinnubrögð 05.40.01 Inngangur að málfræði 05.40.03 Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði 05.40.04 Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði 05.40.06 Íslensk setningafræði og merkingarfræði Ætli þetta sé […]

Þriðja færslan 2

Ég trúi ekki á stjörnuspár. Samt er ég áskrifandi gegnum tölvupóst og les hana reglulega. Og alltaf kemur það eins illa við kaunin á mér þegar stjörnuspáin mín virðist óþarflega viðeigandi. Eins og í dag, þá smellpassar hún, þar stendur orðrétt nokkuð sem ég hef verið að brjóta heilann um síðustu vikurnar. Þannig geta stjörnuspár […]

Dagskráin í dag 0

Þá hef ég heimt hattinn minn úr helju (Hópferðamiðstöðinni). Ég nefnilega gleymdi honum í rútunni á föstudaginn. Þurfti að lemja hann dálítið til en það sér ekkert á honum, sem betur fer. Voða viðkunnanlegur bílstjórinn líka, ekkert að pirra sig á svona skussa. Svo er það atvinnuviðtal hjá Borgarbókasafninu á eftir. Það er ekki laust […]

Vorsnævi 0

Ég veit ég hef mikið talað um snjó í apríl en það sem blasir við núna jaðrar við hið fáránlega. Það hefur held ég ekki verið svona mikill snjór hérna í allan vetur. Vegna þessa hef ég verið í alveg skínandi skapi frá því ég vaknaði. Veit þó ekki af hverju. Ég keyrði mömmu í […]