Af núverandi íslenskunámi og verðandi

Hefst þá óformlega lestur fyrir íslenskuprófið. Á erfitt með að einbeita mér samt, er svo mikið að spá í næsta vetur. Til dæmis þessi hugmynd að fagavali fyrstu annar:

05.40.00 Aðferðir og vinnubrögð
05.40.01 Inngangur að málfræði
05.40.03 Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði
05.40.04 Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði
05.40.06 Íslensk setningafræði og merkingarfræði

Ætli þetta sé nokkuð of heavy allt á sama tíma? Gott væri að fá álit íslenskugenginna manna á því hvort ráðlegt sé að klára málfræðina alla á sömu önninni. Svo bætast raunar við minnst tíu einingar aukreitis í málfræði að eigin vali. Tek áreiðanlega fleiri, a.m.k. málsögu og samanburðarmálfræði, ef boðið verður upp á slíkt. En það geri ég ekki fyrr en síðar.

Svo er hugmynd að taka alla skyldukúrsa í bókmenntum á einni önn, þetta eru 15 einingar í heildina:

05.40.21 Bókmenntafræði
05.40.20 Íslensk bókmenntasaga
05.40.22 Straumar og stefnur í bókmenntafræði

En hvað segja menn, hvort telja þeir ráðlegra: Skyld fög samtíðis eða fjölbreytni?

11 thoughts on “Af núverandi íslenskunámi og verðandi”

  1. Er nú svolítið langt síðan ég var í íslensku, og sumt hefur breyst. Er samt sammála Ármanni, þetta virkar svolítið mikið svona í einum bita. Ef þú ert með góðan grunn í málfræði þá gengur þetta kannski. En mikil vinna. Hins vegar var það venja hjá mér að skrá mig frekar í fleiri en færri kúrsa og ákveða svo þegar liðið væri á önnina hvar skera skyldi niður. Annars er þinn mesti missir að Helgi Gúmm kennir ekki lengur.

  2. Já, þetta hljómaði nefnilega eins og hálfgerð geðveiki. Spurning þá að skella inn eins og einum bókmenntakúrs í stað beygingar- og hljóðfræðanna.
    En bíddu, hvað segirðu, er hægt að skrá sig í umframkúrsa? Skilja svo við það sem er ekki að gera sig og klára önnina með 15 einingar?

  3. Kannski er búið að setja eitthvað þak á það núna, það var allavega hægt þegar ég var í íslensku. Nemendur í fámennum deildum notuðu þetta til að halda inni kúrsum, sem annars hefðu verið felldir niður vegna mannfæðar

  4. Hiklaust að taka skylduna fyrst! Hún er bæði leiðinlegust og síðan er það nú venjan yfirleitt í HÍ. Í skyldufögunum er auk þess líklegast að þú kynnist öðrum nýnemum!

  5. Skyldan er ekkert leiðinleg, fólki finnst það bara af því hún heitir skylda. Þetta er allt stórskemmtilegt.

  6. Ekki efast ég um það, enda stóð svo til að taka skylduna alla fyrst. Þá er ég líka nær áhugasviði mínu þegar sjálf ritgerðin vofir yfir (spurning um að taka hana til 10 eininga frekar en til 5, hvað segja menn um það? Vel það raunar bara þegar þar að kemur). En það er samt kannski málið að dreifa bókmenntum og málfræði jafnt yfir báðar fyrstu annirnar, svona til að jafna út ánægjuna?

  7. Ég skal miðla af reynslu minni fyrst ég er að verða búin með þetta.
    Það er í fyrsta lagi snjallt að taka alla skylduáfanga sem fyrst. Einfaldlega vegna þess að annars frestar maður alltaf þessu leiðinlegasta aftur og aftur. Ég held að það sé snjallt að reyna að blanda málfræðinni og bókmenntafræðinni á hverri önn, þ.e. ekki taka t.d. bara málfræði eina önn. Halda fjölbreytileikanum inni. Gera svo endilega eins og áður hefur verið sagt, velja frekar fleiri námskeið en færri og henda svo út þegar líður á önnina. Þakið er 20 einingar.

  8. Ég er núna að klára íslensku til 30 eininga aukfags. Eftir það hef ég verið að velta fyrir mér afhverju skorin heitir ekki „Íslensk fræði“, eða eitthvað í þá veru. Námsefnið er oft á tíðum miklu víðtækara en málfræði og fleira í þeim dúr. Nafnið „Íslenska“ nær einhvern veginn ekki að fanga innihald skorarinnar. Hitt væri meira aðlaðandi og djúsí. Ég held að skorin beri enska heitið „Icelandic studies“ – minnir mig.

Lokað er á athugasemdir.