Spölkornið hinsta

Kominn heim úr skólanum, hvar ég sat frá níu til hálftvö að klára verkefni í leiðindafagi (nema kannski fyrir umhverfis- og skipulagsnerði). Einu risaverkefni í öðru fagi öllu skemmtilegra skila ég milli prófa. Svona er maður nú sniðugur. Ég hef tryggt mér annríki og geðveiki í miðjum rólegasta prófalestri skólagöngu minnar.

Svo er það lestur bókmennta, bókmenntasögu og bragfræði sem tekur við hjá mér í dag. Prófað á fimmtudegi. Mikið efni að komast yfir. Nú er það kaffi eða dauðinn.